Verktakaréttur
Ráðgjöf á öllum stigum framkvæmda
Lögmenn Juris hafa margra ára reynslu af því að veita viðskiptavinum ráðgjöf á öllum stigum verkframkvæmda. Vinna okkar á þessu sviði felur í sér alhliða ráðgjöf allt frá fyrstu stigum við öflun nauðsynlegra leyfa og aðra undirbúningsvinnu, fram að sölu eða leigu viðkomandi framkvæmda að þeim loknum.
Eina stofan með íslenska og enska lögmenn
Við höfum reynslu í að veita ráðgjöf í tengslum við margvíslegar verkframkvæmdir. Sem eina lögmannsstofan á Íslandi þar sem saman starfa íslenskir og enskir lögmenn erum við sérfræðingar í að veita ráðgjöf í alþjóðlegum viðskiptum, og erum fær um að aðstoða viðskiptavini með þau sérstöku álitaefni sem geta falist í verkframkvæmdum á Íslandi. Við búum yfir reynslu af því að vinna með bæði íslenska staðla (ÍST-30) og alþjóðleg samningsform, þ.á m. FIDIC.
Ráðgjöf varðandi skipulags- og byggingarmál
Einnig veitum við viðskiptavinum okkar reglulega ráðgjöf varðandi skipulags- og byggingarmál í tengslum við eignir þeirra.
Ráðgjöf varðandi fjármögnun
Margir af lögmönnum Juris eru einnig sérfræðingar á sviði banka- og fjármálamarkaða, og við höfum reglulega veitt viðskiptavinum okkar ráðgjöf varðandi fjármögnunarhluta verkframkvæmda. Fyrir frekari upplýsingar, sjá banka- og fjármálamarkaðir.
Sérfræðingar í ágreiningsmálum
Sérfræðingar okkar í málflutningi og úrlausn ágreiningsmála eru leiðandi á því sviði á Íslandi, og eru færir um að ráðleggja viðskiptavinum um allan ágreining í tengslum við verkframkvæmdir, hvort sem er fyrir íslenskum dómstólum, stjórnvöldum, gerðardómum eða EFTA-dómstólnum. Sjá nánar málflutningur og úrlausn ágreiningsmála.




